7.1.2010 | 20:06
Æ seif og eitthvað
Ok VÁ hvað eg er orðin pirruð á allri þessari neikvæðni varðandi um ákvörðun forsetans um að skrifa ekki undir Icesave dæmið. Það eru allir byrjaðir að væla, meira að segja er komin grúppa á facebook sem heitir " Við viljum að forsetinn segi af sér" djísús kræst , síðan hvenær varð ísland svona WEAK? Persónulega , þá fannst mer ákvörðun Óla hárrétt, enda gerði hann lítið annað en að leyfa þjóðinni að vera með , taka sína afstöðu í málinu. Þetta dæmi er svo blásið upp af öllu þessu vinstra fólki, halló hvað varð um allt þjóðarstoltið? Við íslendingar höfum komist hingað sem við erum núna ( eða well fyrir kreppu) með því að standa saman og það eina sem óli gerði var að gefa okkur tækifæri, honum fannst bara ekki sanngjarn að einn maður ( tek ekki alþingið með, þar vildu nú meirihlutinn að hann myndi synja samningnum) fengi svona stóra ábyrgð á sínar hendur. Það eina sem hann gerði var að hlusta á okkur, ég man nú þennan morgun fimmta jan, þá heldur allir kjafti sem voru á móti því að hann myndi synja samningnum , það sagði enginn neitt, allir í krngum mig vildu að hann myndi synja honum, en siðan fóru bara alir að væla eftir yfirlísinguna hans! Greyjið maðurinn!! - eg er bara að ýminda mer kvöldið hans 4 jan, hann sat örugglega uppi herbergi með bunkann frá Indefence, las örugglega hver eitt og einasta nafn sem var á þessum lista, hann fann bara fyrir þjóðinni í hjartanu, Eins og alvöru forstetar eiga að gera, mér fannst ákvörðin hans mannleg!! þessvegna finnst mer svo sárt að heyra alla rakka greyjið kallin niður, allir þessir kúkafjölmiðlar sem segja að hann sé að stefna landinu bara beinlínis til helvítis... hvað er að?! ég klappa fyrir honum fyrir að fara frammúr rúminu sínu á morgnanna!
Annars er hann með þetta á kristaltæru, ef þið sáuð ekki fréttaþáttinn á BBC þar sem óli JARÐAÐI bretaskítinn , þá mæli eg með þessu..
Ég er sko buin að vera að fylgjast með þessu mali núna fram og til baka, og ég er buina ð komast að því að hvað sem gerist þá endum við á því að borga auðvitað eitthvað, þó svo að það sé mjög ósanngjarnt... auðvitað eiga einkafyrirtækin og þessir gæjar sem komu okkur í þessa súpu að borga þetta! Þessir peningar eru til, og afhverju ætti hinn almenni íslendingur að hirða upp annara manna skít?? Óli skrifaði ekki undir þvi að honum er ekki alveg sama um þjóðina sína , hann vill lausn en trúir því að það er önnur sanngjarnari lausn en þetta, og þetta mál er auðvitað í okkar höndum, það erum nú við sem eru fórnarlömbin. Folkið sem átti ekki neitt fyrir , eru að missa allt á meðan skítseyðin sem komu okkur í þetta ( og misstu reyndar penthousið sitt í NY, einkaþotuna og snekkjuna, væli væli búhú) eru dansandi í peningum á einhverri sælueyju..uuu neitakk. ég vil sjá einhvern eða eitthvað refsað fyrir gjörðir síðnar. HVERNIG getið þið vinstri ekki verið sammála? í alvöru? Vá hvað peningar geta gert fólk blint á hlutina..
Og hvað með allt sem við höfum byggt upp saman í gegnum áratugina sem þjóð? sjálfstæði og allt sem við eigum , þjóðarstolt, þrjóskan sem við þjóðin erum þekkt fyrir, það eina er að við viljum ekki að skítseyðirnir komast upp með þetta svona auðveldlega
Og það sem pirrar mig mest er að sjá neikvæðnina eins og eg sagði herna í byrjun bloggarins, það er nú engin niðurstaða komin , hvernig er að vera bjartsýnn?!
annars, þá er skolinn kominn á fullt skrið aftur! er bara nokkuð ánægð, gott jólafrí á enda og eg er tilbuin til að takast á við nýtt ár. Er geðveikt spennt fyrir þessu ári, þrátt fyrir allt þetta þunglindis dæmi sem er að hrjá þjóðina þá hef eg ákveðið að fara í gegnum daginn brosandi, það er bara best fyrir mig og alla í kringum mann!
Við Sindri erum buin að vera herna í kafi að flytja í nýju íbúðina í lindahverfinu, ohhhh hvða það er gott að vera komin upp úr kjallaranum, vakna og anda að sér fimmtán sinnum frískara lofti, sjá glitta í heiðmörk og horfa á litlu bílana niðri. þessi íbuð hefu þó svo sína kosti
- ; Gallar : Engin lyfta og við búum í penthousinu
- óþolandi að komast hingað frá til dæmis kringlunni,massa hringur sem maðurþarf að keyra til að fara bestu leiðina
- veggirnir eru eitthvað vangefnir þannig að eg get ekki hengt hvað sem er upp :(
- engin innstunga inna baðherbergi! hvað er það ?
- heyri óþarflega mikið hvað er að gerast fyrir neðan mig
Kostir
- VÁÚW HVAÐ ER GOTT AÐ VERA KOMIN ÚR holuni feeeeeeeckurinn
- indælt umhverfi, gaman að horfa út um gluggan hérna heheeh
- hátt til lofts, stækkar 45 fm íbúðina massaaaaa
- góð leigan og leigjendurnir nice
- engin vond lykt af vatninu og klósett sem virkar hehehe
- elska rauðu eldhúsinnréttinguna
- hérna kemur kosturinn við enga lyftu: massa rass in process
- stór forstofa, vitum eiginega ekkert hvað á að gera við hana hehe
- got eldhús fyrir byrjendur eins og mig í eldamennsku :)
- stutt í smáralindina, sæluna og allt þetta dæmi, gott að keyra í skólann og úr skólanum
Ma & pa hans sindra eru buin að vera englar að hjálpa okkur að koma okkur fyrir og eru buin að gefa okkur fullt af flottu dóti hingað inn s.s stóla,kertastjaka, ískáp , málverk og klikkaðan spegil sem smellpassar hingað inn.. held að foreldrarnir mínir seu buin að gefa mer nóg í búið haha, þori ekki einusinni að byðja þau um meir heheh
En eþtta er í fyrsta skiptið sem ég bý með strák ( well fyirr utan Helga en það er annað dæmi ) og maður er eitthvað að reyna að siða strákinn til, er buin að komast að því að drengurinn bara kann ekki að vaska upp og hann sér sko engann tilgang í því að búa um rúmið óneiii. Hann er samt duglegur að muna að loka setunni, fara út með ruslið og lets face it, hann eldar.
Og meira af búinu, Sindri og Sævar pabbi hans hengdu upp sjónvarpið í gær. Veggurinn sem þeir hengdu það upp í er úr gifsi þannig að þetta er tæpt!! það fyrsta sem við gerum þegar við komum inn eða þegar við vöknum á morgnanna er að tjekka hvort að það hafi nokkuð dottið niður hahah. Það er steypuveggur við hliðina gifs veggnum sem við getum sosum hengt sjónvarpið upp en það passar eki jafn vel, þannig að við tökum áhættuna í staðin hehehe.
Jæja , best að henda mér í sturtu og síðan ætla eg að horfa á þessa friends þætti sem ég hef aldrei séð....... lííjúúfffttt
Um bloggið
April Harpa Smáradóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Veistu hvað eg var LENGI að átta mig á því hvað helvítis SUMMA ER!! "hver er summan af níu og tveimur?" foookkkjú blog.is, vandró.
En þetta er það gáfaðasta sem ég hef lesið í langan tíma (deildi því meria segja á facebook) og til hamingju með nýju íbúðina hjartað mitt!! verður að taka myndir af henni og syna öllum :)
sakna þin & love you rosa mikið!
helgi snær (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 20:27
hahahahah þú ert stundum ekki bjartasta peran í skúffunni sko ahhaha! ;** Elska sú lille ven<3
April Harpa Smáradóttir, 7.1.2010 kl. 20:38
flott blogg og íbuðin er æææææði
maria thelma sub (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 13:35
heyr heyr! ;D
Silla (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.