16:48

Ég var að muna eftir sögu sem góður vinur minn sagði mér sumar um mjög óheppilegt atvik..

Sagan hljómar þannig að vinur minn ( köllum hann Helga) átti kærustu sem hét Jóna, en á undan henni átti hann kærustu sem hét Tinna. Tinna og jóna voru mjög góðar vinkonur ( greinilega það góðar vinkonur að þeim var sama að hin byrjaði með strák sem hin var buin að vera með áður, en anyway..)  og í sumar þá sátu þau nokkur saman í bíl fyrir utan húsið hans Helga á meðan hann þurfti að hlaupa inn. Á meðan kom móðir Helga út og sá Tinnu sitja í framsætinu, en tók ekki eftir Jónu sem sat í aftursætinu. Moðir  Helga var víst alveg afskaplega (kanski óvenjumikið) ánægð að sja Tinnu og byrjar að tala við Tinnu , án þess að fatta að jóna væri í aftursætinu. þær tala lengi saman og eitthvað og siðan skiljast þær að, en þá segir móðirin við Tinnu ( martröð allra tengdadætra) - " og mundu, þú ert best ogmunt alltaf vera uppáhálds tengdardóttir mín"
ÁTS! Greyjið Jóna, lamaðist afturí  að sögn helga , þa var hún mjög lengi að jafna sig á þessu. sem er kanski skiljanlegt..

Og þá fór ég að pæla, afhverju skiptir þetta svona miklu málifyrir okkur tengdabörnin? Ég heyri svo oft " sjitt ég er að fara að hitta tengdo í kvöld" eða eitthvað álika, afhverju erum við allataf svona stressuð yfir tengdaforeldrunum? afhverju ættum okkur ekki að vera sama?
Ég sjalf er alveg hræðilegt með þetta, er alltaf jafn feimin við tengaforeldrana ( og þá sérstaklega móðiriina) vegna þess að mér er bara hreint alls ekkert sama hvernig hún lítur á mig! afhverju það? ég hef reyndar aldrei lent í slæmum tengdaforeldrum, og ég á eina yndislega núna , en það er samt alltaf lítil bóla inní mér sem ætlar að springa varðandi um þetta haha...
Það er alltaf ákveðið álag á manni í foreldrahúsum makans, maður villl vera  sem fullkomnastur, réttastur, betri en fyrrverandi kærastan, snyrtilegastur, fyndastur,, en um leið og maður ætlar að opna munnin þá kemur bara froða út og manni finnst bara maður allt í einu vara staddur í miðri umferð , bara vegan þess að foreldrarnir eru að horfa á þig? djöfull getur maður verið bjánalegur

og það eru ekki bara tengdaforeldrarnir, það eru lika tengdasystkinin, mér er svo alls ekki sama hvernig þau líta á mig! vegna þess að maður veit, að það er alltaf verið að grannskoða mann (allavegana í fyrstu) "hmmm er þetta nógu góð gella fyrir bróður/soninn minn?" ég man eftir því þegar Tinna , kærasta hálfbróðir mins kom í lífið mitt, var reyndar soldið lítil og ég man að eg ætlaði ap springa, hef ekki hugmynd afhverju, vegna þess að Tinna er yndilseg stelpa efitir að eg kynntist henni, en maður fer ósjálfrátt í vörn og fer að dæma útá það minnsta , sem er bara bjánalegasta í heimi, enda þurfti hún ekkert meira en að leigja spólu handa mér og þá elskaði eg hana :D

Og siðan er maður soldið smeikur sjálfur varðandi um sína eigin foreldra, eg hef heyrt vinkonur minar segja " ég deita bara stráka sem ég myndi vilja sína foreldrunum mínum" okei soldið skiljanlegt, en só vatt ef að þau fíla ekki manneskjuna sem þú ert með ? hafa foreldrarnir einhvern mátt , sem geta látið mann snúast hugur um makann?
Fosturforeldarnr minir eru alltaf að grínast með þvi´að segja " já þú verður síðan að koma með hann til okkar og láta hann fara í gegnum profið okkar" en mér finnst það  bara ekkerrt fyndið, mer finsnt þetta bara í alvöru áhyggjumál og er hreint barasta ekkert  sama !
Ég man eftir fyrsta kærastanum mínum til þriggja ára , hann varð alltaf að jafn mikilli kleinu þegar hann sast við matarborðið hjá okkur, kom ekki orði útur sér, byrjaði bara að svitna og titra greyjið,hann þurfti næstum áfallahjálp eftira þegar við vorum buin að borða, þorði varla að fara útur herberginu mínu og labba framhja fósturforeldrunum.. hahahah 

 

Að hitta foreldrana í fyrsta skipti er eins og að fara á deit með gæjanum í fyrsta skipti, þú ert ekkert að deita strákinn heldur alla famíliuna, maður getur ekki hitt manneskjuna til lengri tíma án þess að komast í tæri við folkið í kringum það....  og kanski á eg bara við vandamál að stríða og þarf hjalp við yfirþyrmandi feimni :$ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ha ha

Árdís Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 21:06

2 identicon

haha fyndið og skemmtilegt blogg og svo alveg satt!! ég til dæmis vil ekki koma með herra orra heim því alltaf um leið og einhver strákur kemur inná heimilið ættleiðir mamma hann

María Hnáta Smáradóttir AKA baby sister (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

April Harpa Smáradóttir

Höfundur

April Harpa Smáradóttir
April Harpa Smáradóttir
Tvítug stelpa, bústett í Kóp og er að læra félagsfræði í FG ;)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...photo_1224
  • ...toaster
  • ...it_15731121
  • ...xset_941369
  • ...6763_941368

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband