Njáli

Jæja, þá er seinasti dagurinn á árinu runninn upp, ætla að njóta hans í botn í faðmi heittelskuðu. Pabbi minn kom á klakann í gær við mikinn fögnuð. Ég var að vinna í gær þannig að eg komst ekki í það að pikka hann upp, þannig að eg senti móður mína og systur mína í Kef, á leiðinni sprakk dekkið þeirra í tætlur , þær kunna auðvitað hvorugar að skipta um dekk þannig að þær hringdu í Vöku, alveg massa vesen, jæja þegar þær eru komnar uppeftir þá fá þær símtal frá pabba, hann er bara kominn í bæjinn HAHAHAH.

Fátt hefur dagana mína drifið frá því á aðfangadag, fór í mat til Lóló annan í jólum og við Sindri kíktum á lífið, fórum í afmæli og síðan stakk ég af í bæjinn með Heiðdísi. Bærinn var auðvitað yfirtroðinn , sérstaklega fyrir utan Austur eins og alltaf. Var þar lengi og síðan fór ég á Sólon, hitti Sindra aftur sem var orðinn vel hress og við dönsuðum í marga tíma. Ég fekk lika að kenna á því daginn eftir, fæturnir minir voru í rúúústi! Ég lenti líka í því óheppilega atviki að tína símanum mínum, húslyklunum og bíllyklunum mínum. Ég hef ekki hugmynd um hvernig í fjandanum það gerðist að tína lyklunum, vegna  þess að þetta var dýpsta taska í heimi, tók aldrei lyklana upp og passaði vel uppá hana. Daginn eftir át íbúðin mín kortið mitt líka, ég bara FINN ÞAÐ EKKI!!! ég borgaði pizzu með því niðrí íbúð, stakk því í vasann, og siðan er það bara horfið. alveg óþolandi.
En síðan lenti ég í jólakraftaverki og fékk símann minn aftur . Einver MASSSA almennilegur sá að símkortið  var úr NOVA og skilaði símanum, eruði að ná þessu? Hvíti LG síminn minn með snertiskjánum lá á víðavangi á laugardagsnóttu og einhver skilaði honum!! ÚFFFFF ég vissi að allt þetta karma myndið skila sér!!! En ég þarf þó að panta nýjan bílllykil, 60 kallllllll og mánaðarbið.. vei!
Annars er eg bara buin að vera að vinna , fokkaðist samt eithvað í maganum hjá okkur sindra fyrir þremur dögum, Sindri ælandi út og suður greyjið , bugaðari en allt .  Sama og eg fekk rétt fyrir aðfangadag, leiðindarpest.

Anywhoooo, seinasta degi ársins, og þá fylgir auðvitað mini annállll . Við pabbi situm  hérna móti hvort öðru að lana, hann er buinn að uppgötva youtube og Facebook, fátt kemst að honum þessa dagana hahheheh

  •  Pínu erfitt að muna byrjunina hehe
  • Var í FG um vorið, góð önn, mikið gaman
  • var að vinna á sólon
  • Kíkti til Seyðisfjarðar í heimsókn í mars :)
  • Fór til Bandaríkjanna í apríl, Fór til Florida til bróður míns og síðan N-Carolina til pabbs
  • Elín kom heim frá Thailandi stuttu eftir að eg kom heim, mikill fögnuður
  • Lentum í öðru sæti í Eurovision !
  • Náði öllu þá önnina nema rétt féll í Stæ
  • María útskrifaðist úr grunnskóla
  • Flutti í holuna til Helga í manuð, síðan flutti hann út og ég er buin að búa í holunni síðan :)
  • Við Elín splæstum í ferð Til Amsterdam saman, legendary.
  • Elín þurfti þá auðvitað að fá sér visa kort sem hún er enþá að borga af hahahahah
  • Við Elín, Aníta og Guðrún skunduðum síðan til Akureyrar á bíladaga, ágætisferð
  • Á þessu tímabili er ég þá buin að eiga þrjá síma, and the fourth one is about to get stolen
  • Var að vinna á Sólon allt sumarið og eftir  biladaga fór ég, Annel, Nanna og kærastinn hennar á Humarhátið á  Höfn í ógeðslegasta veður í heimi. Lilly var þarna og Aníta líka en eg hitti þær aldrei! magnað, reyndar hitti ég Anítu smá en það var ekki meira en það, magnað!
  • Rúlluðum til Seyðisfjarðar , Ég , Elín, Aníta, Óli og Lilja á L.ung.A . það var mögnuð flippferð, keyrðum í níu tíma til að djamma í eitt kvöld, rúlluðum til baka síðan aftur til RVK í 9 klst keyrslu . Góð ferð samt þar sem Lilja bókstaflega dó úr kulda, Aníta fell in love og Elín dó í fossi :) Takk dísa og stebbi fyrir að leyfa okkur að vera hja ykkur ;)
  • Þ-j-ó-ð-h-á-t-í-ð ; Fór með Elíni, Anítu og Guðrúnu . Tókum bakkaflug , orðnar vel hressar á flugvellinum áður en við lentum í eyjum, það var svo masssaaaa löng bið, að við kláruðum 1,5/5 af áfenginu bara á flugvellinum . Fengum of mikinn hita í ár, sól allan tíman , en eg var í pollagallanum allan tíman. Gistum í tjaldi fyrir utan hús í miðbænum, ekkert smá næs. Mikið í gangi alltaf í kringum húsið þannig að það var bara gaman. Ég týndi símanum mínum en fékk hann aftur, Aníta týndi símanum , anorakkinum, 10 þúsund en fekk allt aftur - týndi þó miðanum heim aftur! Guðrún fór á kostum með því að klæða sig í svona gæsluvesti og var með walkie talkie og hirti áfengi af öllum litlu krökkunum þegar við vorum að verað bunar með okkar og nenntum ekki að fara heim og ná í meira hahahahah.  Það rann ekki af mér í einn klukkutíma þarna, þannig að eg man ekki alveg eftir allri vitleysunni sem átti sér stað þarna, en þetta var mjög góð þjóðhátið. nema þegar við vorum að fara heim, við elín biðum í nærri tólf tíma, með flugmiða en fengum ekki að fara heim fyrr en daginn eftir! við elín þurftum að gista í tjaldi ein anótt  viðbót , hræðilegasta nótt ársins, fokk hvað mér leið illa. En yndisleg þjóðhátið samt sem áður :)
  • Skólinn byrjaði aftur, og við Sindri byrjuðum saman eftir að hann kom heim frá Bandaríkjunum :)
  • Og á þessu tímabili upplifði maður líka menningarnótt, gay pride, Réttir og Oktoberfest.
  • Náði öllu núna en féll í íþróttum!
  • Á Þessu tímabili eignaðist ég sex síma
  • á þessu tímabili eyddi ég 360 þúsund í afborganir í bílinn, um hundrað þúsund í að láta dragabílinn nokkrum sinnum, skipta um öryggi, skipta um svissi og bremsuklossa og eg á meira að segja eftir að borga nýja rúðu og nýja lykil! og þá er eg ekki að tala um alla bensinkosnað feeeckurinn
  • á þessu tímabili vann ég á AUSTUR, Gallerí 17, Café Sólon, Ölgerðinni og Íslensku óperunni
  • á þessu tímabili fékk ég fjögur tattú, á báðar hendurnar, á hægri fótinn og á síðuna
  • á þessu tímabili fékk ég þrjú göt í eyrun, tvo í sitthvorn snepilinn og síðan Tragus, sem eg er buin að taka út.
  • Siggi bró og unnustan hans Eignuðust Smára Tý og Harpa Syst og Guðjón giftu sig !


Jæja núna man ég eki meira í bili :) er farin að halda áramót ;)

Gleðlegt nýtt ár folks, vona að kvöldið ykkar verði æði :) og takk fyrir alltsaman á árinu!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

April Harpa Smáradóttir

Höfundur

April Harpa Smáradóttir
April Harpa Smáradóttir
Tvítug stelpa, bústett í Kóp og er að læra félagsfræði í FG ;)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...photo_1224
  • ...toaster
  • ...it_15731121
  • ...xset_941369
  • ...6763_941368

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband