Færsluflokkur: Bloggar

Æ seif og eitthvað

Ok VÁ hvað eg er orðin pirruð á allri þessari neikvæðni varðandi um ákvörðun forsetans um að skrifa ekki undir Icesave dæmið. Það eru allir byrjaðir að væla, meira að segja er komin grúppa á facebook sem heitir " Við viljum að forsetinn segi af sér" djísús kræst , síðan hvenær varð ísland svona WEAK? Persónulega , þá fannst mer ákvörðun Óla hárrétt, enda gerði hann lítið annað en að leyfa þjóðinni að vera með , taka sína afstöðu í málinu.  Þetta dæmi er svo blásið upp af öllu þessu vinstra fólki, halló hvað varð um allt þjóðarstoltið? Við íslendingar höfum komist hingað sem við erum núna ( eða well fyrir kreppu) með því að standa saman og það eina sem óli gerði var að gefa okkur tækifæri, honum fannst bara ekki sanngjarn að einn maður ( tek ekki alþingið með, þar vildu nú meirihlutinn að hann myndi synja samningnum) fengi svona stóra ábyrgð á sínar hendur.  Það eina sem hann gerði var að hlusta á okkur, ég man nú þennan morgun fimmta jan, þá heldur allir kjafti sem voru á móti því að hann myndi synja samningnum , það sagði enginn neitt, allir í krngum mig vildu að hann myndi synja honum, en siðan fóru bara alir að væla eftir yfirlísinguna hans! Greyjið maðurinn!! - eg er bara að ýminda mer kvöldið hans 4 jan, hann sat örugglega uppi herbergi með bunkann frá Indefence, las örugglega hver eitt og einasta nafn sem var á þessum lista, hann fann bara fyrir þjóðinni í hjartanu, Eins og alvöru forstetar eiga að gera, mér fannst ákvörðin hans mannleg!!  þessvegna finnst mer svo sárt að heyra alla rakka greyjið kallin niður, allir þessir kúkafjölmiðlar sem segja að hann sé að stefna landinu bara beinlínis til helvítis... hvað er að?! ég klappa fyrir honum fyrir að fara frammúr rúminu sínu á morgnanna!

 

Annars er hann með þetta á kristaltæru, ef þið sáuð ekki fréttaþáttinn á BBC þar sem óli JARÐAÐI bretaskítinn , þá mæli eg með þessu..

Ég er sko buin að vera að fylgjast með þessu mali núna fram og til baka, og ég er buina ð komast að því að hvað sem gerist þá endum við á því að borga auðvitað eitthvað, þó svo að það sé mjög ósanngjarnt... auðvitað eiga einkafyrirtækin og þessir gæjar sem komu okkur í þessa súpu að borga þetta! Þessir peningar eru til, og afhverju  ætti hinn almenni íslendingur að hirða upp annara manna skít??  Óli skrifaði ekki undir þvi að honum er ekki alveg sama um þjóðina sína , hann vill lausn en trúir því að það er önnur sanngjarnari lausn en þetta, og þetta mál er auðvitað í okkar höndum, það erum nú við sem eru fórnarlömbin. Folkið sem átti ekki neitt fyrir , eru að missa allt á meðan skítseyðin sem komu okkur í þetta ( og misstu reyndar penthousið sitt í NY, einkaþotuna og snekkjuna, væli væli búhú) eru dansandi í peningum á einhverri sælueyju..uuu neitakk. ég vil sjá einhvern eða eitthvað refsað fyrir gjörðir síðnar. HVERNIG getið þið vinstri ekki verið sammála? í alvöru? Vá hvað peningar geta gert fólk blint á hlutina..

Og hvað með allt sem við höfum byggt upp saman í gegnum áratugina sem þjóð? sjálfstæði og allt sem við eigum , þjóðarstolt, þrjóskan sem við þjóðin erum þekkt fyrir, það eina er að við viljum ekki að skítseyðirnir komast upp með þetta svona auðveldlega

Og það sem pirrar mig mest er að sjá neikvæðnina eins og eg sagði herna í byrjun bloggarins, það er nú engin niðurstaða komin , hvernig er að vera bjartsýnn?!

annars, þá er skolinn kominn á fullt skrið aftur! er bara nokkuð ánægð, gott jólafrí á enda og eg er tilbuin til að takast á við nýtt ár. Er geðveikt spennt fyrir þessu ári, þrátt fyrir allt þetta þunglindis dæmi sem er að hrjá þjóðina þá hef eg ákveðið að fara í gegnum daginn brosandi, það er bara best fyrir mig og alla í kringum mann! 

Við Sindri erum buin að vera herna í kafi að flytja í nýju íbúðina í lindahverfinu, ohhhh hvða það er gott að vera komin upp  úr kjallaranum, vakna og anda að sér fimmtán sinnum frískara lofti, sjá glitta í heiðmörk og horfa á litlu bílana niðri.  þessi íbuð hefu þó svo sína kosti

  1.  ; Gallar : Engin lyfta og við búum í penthousinu
  2. óþolandi að komast hingað frá til dæmis kringlunni,massa hringur sem maðurþarf að keyra til að fara bestu leiðina
  3. veggirnir eru eitthvað vangefnir þannig að eg get ekki hengt hvað sem er upp :(
  4. engin innstunga inna baðherbergi! hvað er það ?
  5. heyri óþarflega mikið hvað er að gerast fyrir neðan mig

Kostir

  1. VÁÚW HVAÐ ER GOTT AÐ VERA KOMIN ÚR holuni feeeeeeeckurinn
  2. indælt umhverfi, gaman að horfa út um gluggan hérna heheeh
  3. hátt til lofts, stækkar 45 fm íbúðina massaaaaa
  4. góð leigan og leigjendurnir nice 
  5. engin vond lykt af vatninu og klósett sem virkar hehehe
  6. elska rauðu eldhúsinnréttinguna
  7. hérna kemur kosturinn við enga lyftu: massa rass in process
  8. stór forstofa, vitum eiginega ekkert hvað á að gera við hana hehe
  9. got eldhús fyrir byrjendur eins og mig í eldamennsku :)
  10. stutt í smáralindina, sæluna og allt þetta dæmi, gott að keyra í skólann og úr skólanum

Ma & pa hans sindra eru buin að vera englar að hjálpa okkur að koma okkur fyrir og eru buin að gefa okkur fullt af flottu dóti hingað inn s.s stóla,kertastjaka, ískáp , málverk og klikkaðan spegil sem smellpassar hingað inn.. held að foreldrarnir mínir seu buin að gefa mer nóg í búið haha,  þori ekki einusinni að byðja þau um meir heheh

En eþtta er í fyrsta skiptið sem ég bý með strák ( well fyirr utan Helga en það er annað dæmi ) og maður er eitthvað að reyna að siða strákinn til, er buin að komast að því að drengurinn bara kann ekki að vaska upp  og hann sér sko engann tilgang í því að búa um rúmið óneiii. Hann er samt duglegur að muna að loka setunni, fara  út með ruslið og lets face it, hann eldar.

Og meira af búinu, Sindri og Sævar pabbi hans hengdu upp sjónvarpið í gær.  Veggurinn sem þeir hengdu það upp í er úr gifsi þannig að þetta er tæpt!! það fyrsta sem við gerum þegar við komum inn eða þegar við vöknum á morgnanna er að tjekka hvort að það hafi nokkuð dottið niður hahah. Það er steypuveggur við hliðina gifs veggnum sem við getum sosum hengt sjónvarpið upp en það passar eki jafn vel, þannig að við tökum áhættuna í staðin hehehe.

Jæja , best að henda mér í sturtu og síðan ætla eg að horfa á þessa friends þætti sem ég hef aldrei séð....... lííjúúfffttt

 

 

 


2.janúar

Annar janúar, góður dagur, vegna þess að í dag þá fékk ég í hendurnar aukalykilinn af bílnum mínum. Eithvað sem ég helt að hafði glatast fyrir löngu löngu löngu síðan!!! Vá þarna sparaði ég mér hellings pening og tíma, vá hvað eg er buin að vera heppin uppá síðkastið Grin´

Dagurinn í dag er lika góður vegna þess að í dag þá byrja allar útsölunar!! Gleði gleði gleði, og í dag þá á hún Guðbjört litla frænka min afmæli :) og í dag átti Tinna vinkona mín að vera að fæða en samkvæmt feisinu er það greinielga ekki komið af stað... en eg bíð spennt!

Á áramótunum ákvað eg að vera jákvæðari, halda áfram að standa mig vel í skólanum og hreifa mig meira! (segir ein sem liggur með bumbuna upp í loftið að háma í sig svissneskt súkkulaði ) ætla að vera betri systir, dóttir , vinkona og kærasta og njóta þess að ferðast ( Hróaskelda vúúúhúúú)

Skólinn að byrja á mánudaginn og eg verð að viðurkenna að ég get ekki beðið! er komin með nóg af jólarugli og jólamat og þessu öllu hehe

 


Njáli

Jæja, þá er seinasti dagurinn á árinu runninn upp, ætla að njóta hans í botn í faðmi heittelskuðu. Pabbi minn kom á klakann í gær við mikinn fögnuð. Ég var að vinna í gær þannig að eg komst ekki í það að pikka hann upp, þannig að eg senti móður mína og systur mína í Kef, á leiðinni sprakk dekkið þeirra í tætlur , þær kunna auðvitað hvorugar að skipta um dekk þannig að þær hringdu í Vöku, alveg massa vesen, jæja þegar þær eru komnar uppeftir þá fá þær símtal frá pabba, hann er bara kominn í bæjinn HAHAHAH.

Fátt hefur dagana mína drifið frá því á aðfangadag, fór í mat til Lóló annan í jólum og við Sindri kíktum á lífið, fórum í afmæli og síðan stakk ég af í bæjinn með Heiðdísi. Bærinn var auðvitað yfirtroðinn , sérstaklega fyrir utan Austur eins og alltaf. Var þar lengi og síðan fór ég á Sólon, hitti Sindra aftur sem var orðinn vel hress og við dönsuðum í marga tíma. Ég fekk lika að kenna á því daginn eftir, fæturnir minir voru í rúúústi! Ég lenti líka í því óheppilega atviki að tína símanum mínum, húslyklunum og bíllyklunum mínum. Ég hef ekki hugmynd um hvernig í fjandanum það gerðist að tína lyklunum, vegna  þess að þetta var dýpsta taska í heimi, tók aldrei lyklana upp og passaði vel uppá hana. Daginn eftir át íbúðin mín kortið mitt líka, ég bara FINN ÞAÐ EKKI!!! ég borgaði pizzu með því niðrí íbúð, stakk því í vasann, og siðan er það bara horfið. alveg óþolandi.
En síðan lenti ég í jólakraftaverki og fékk símann minn aftur . Einver MASSSA almennilegur sá að símkortið  var úr NOVA og skilaði símanum, eruði að ná þessu? Hvíti LG síminn minn með snertiskjánum lá á víðavangi á laugardagsnóttu og einhver skilaði honum!! ÚFFFFF ég vissi að allt þetta karma myndið skila sér!!! En ég þarf þó að panta nýjan bílllykil, 60 kallllllll og mánaðarbið.. vei!
Annars er eg bara buin að vera að vinna , fokkaðist samt eithvað í maganum hjá okkur sindra fyrir þremur dögum, Sindri ælandi út og suður greyjið , bugaðari en allt .  Sama og eg fekk rétt fyrir aðfangadag, leiðindarpest.

Anywhoooo, seinasta degi ársins, og þá fylgir auðvitað mini annállll . Við pabbi situm  hérna móti hvort öðru að lana, hann er buinn að uppgötva youtube og Facebook, fátt kemst að honum þessa dagana hahheheh

  •  Pínu erfitt að muna byrjunina hehe
  • Var í FG um vorið, góð önn, mikið gaman
  • var að vinna á sólon
  • Kíkti til Seyðisfjarðar í heimsókn í mars :)
  • Fór til Bandaríkjanna í apríl, Fór til Florida til bróður míns og síðan N-Carolina til pabbs
  • Elín kom heim frá Thailandi stuttu eftir að eg kom heim, mikill fögnuður
  • Lentum í öðru sæti í Eurovision !
  • Náði öllu þá önnina nema rétt féll í Stæ
  • María útskrifaðist úr grunnskóla
  • Flutti í holuna til Helga í manuð, síðan flutti hann út og ég er buin að búa í holunni síðan :)
  • Við Elín splæstum í ferð Til Amsterdam saman, legendary.
  • Elín þurfti þá auðvitað að fá sér visa kort sem hún er enþá að borga af hahahahah
  • Við Elín, Aníta og Guðrún skunduðum síðan til Akureyrar á bíladaga, ágætisferð
  • Á þessu tímabili er ég þá buin að eiga þrjá síma, and the fourth one is about to get stolen
  • Var að vinna á Sólon allt sumarið og eftir  biladaga fór ég, Annel, Nanna og kærastinn hennar á Humarhátið á  Höfn í ógeðslegasta veður í heimi. Lilly var þarna og Aníta líka en eg hitti þær aldrei! magnað, reyndar hitti ég Anítu smá en það var ekki meira en það, magnað!
  • Rúlluðum til Seyðisfjarðar , Ég , Elín, Aníta, Óli og Lilja á L.ung.A . það var mögnuð flippferð, keyrðum í níu tíma til að djamma í eitt kvöld, rúlluðum til baka síðan aftur til RVK í 9 klst keyrslu . Góð ferð samt þar sem Lilja bókstaflega dó úr kulda, Aníta fell in love og Elín dó í fossi :) Takk dísa og stebbi fyrir að leyfa okkur að vera hja ykkur ;)
  • Þ-j-ó-ð-h-á-t-í-ð ; Fór með Elíni, Anítu og Guðrúnu . Tókum bakkaflug , orðnar vel hressar á flugvellinum áður en við lentum í eyjum, það var svo masssaaaa löng bið, að við kláruðum 1,5/5 af áfenginu bara á flugvellinum . Fengum of mikinn hita í ár, sól allan tíman , en eg var í pollagallanum allan tíman. Gistum í tjaldi fyrir utan hús í miðbænum, ekkert smá næs. Mikið í gangi alltaf í kringum húsið þannig að það var bara gaman. Ég týndi símanum mínum en fékk hann aftur, Aníta týndi símanum , anorakkinum, 10 þúsund en fekk allt aftur - týndi þó miðanum heim aftur! Guðrún fór á kostum með því að klæða sig í svona gæsluvesti og var með walkie talkie og hirti áfengi af öllum litlu krökkunum þegar við vorum að verað bunar með okkar og nenntum ekki að fara heim og ná í meira hahahahah.  Það rann ekki af mér í einn klukkutíma þarna, þannig að eg man ekki alveg eftir allri vitleysunni sem átti sér stað þarna, en þetta var mjög góð þjóðhátið. nema þegar við vorum að fara heim, við elín biðum í nærri tólf tíma, með flugmiða en fengum ekki að fara heim fyrr en daginn eftir! við elín þurftum að gista í tjaldi ein anótt  viðbót , hræðilegasta nótt ársins, fokk hvað mér leið illa. En yndisleg þjóðhátið samt sem áður :)
  • Skólinn byrjaði aftur, og við Sindri byrjuðum saman eftir að hann kom heim frá Bandaríkjunum :)
  • Og á þessu tímabili upplifði maður líka menningarnótt, gay pride, Réttir og Oktoberfest.
  • Náði öllu núna en féll í íþróttum!
  • Á Þessu tímabili eignaðist ég sex síma
  • á þessu tímabili eyddi ég 360 þúsund í afborganir í bílinn, um hundrað þúsund í að láta dragabílinn nokkrum sinnum, skipta um öryggi, skipta um svissi og bremsuklossa og eg á meira að segja eftir að borga nýja rúðu og nýja lykil! og þá er eg ekki að tala um alla bensinkosnað feeeckurinn
  • á þessu tímabili vann ég á AUSTUR, Gallerí 17, Café Sólon, Ölgerðinni og Íslensku óperunni
  • á þessu tímabili fékk ég fjögur tattú, á báðar hendurnar, á hægri fótinn og á síðuna
  • á þessu tímabili fékk ég þrjú göt í eyrun, tvo í sitthvorn snepilinn og síðan Tragus, sem eg er buin að taka út.
  • Siggi bró og unnustan hans Eignuðust Smára Tý og Harpa Syst og Guðjón giftu sig !


Jæja núna man ég eki meira í bili :) er farin að halda áramót ;)

Gleðlegt nýtt ár folks, vona að kvöldið ykkar verði æði :) og takk fyrir alltsaman á árinu!!


25.desembre

Ég get lítið kvartað yfir gærkvöldinu, þar sem við þrjár mæðgunar áttum ótrúlega notalegt kvöld saman í furugrund. Elska hvað móðir min er mikið jólabarn, þó svo að hún er buddhatrúi. Hún keypti jólatré og og það tok okkur ekki nema um klukkutíma að setja það upp á fótinn, síðan pökkuðum við inn síðustu pökkunum og keyrðum þær út, það kom manni í alvöru jólaskap
Siðan fórum við heim fórum allar í sturtu, poppuðum hvítvín og byrjuðum að elda, Ásgeir var sætur að líta upp og segja hæ við okkur á meðan við vorum að elda. Síðan byrjuðum við að borða, það tók rosalega langan tíma vegna þess að maturinn var ooofffboooððsleegaaa góður , sátum og töluðum heillengi og siðan tókum við til, trekktum upp í spiladósinni og byrjuðum að opnar gjafiiirrr :D

Langt síðan að eg fékk svona mikið ,fékk geggjaðar gjafir, er ánægð með hverja einustu,,   þrennt sem var á óskalistanum minum sem eg bloggaði um herna fyrir neðan :) fullt í holuna:D   :
  • Ristavél  
  • Blandara
  • Samlokugrill
  • Svarta hillusamstæðu
  • síða bláa skyrtu
  • Tvo kjóla
  • Handtösku
  • Stígvél
  • Hangover :D
  • 1000 púsla púsluspil
  • Vatnshelda myndavél
  • Leðurjakka
  • DKNY hálsmen
  • Gullitað gaddaarmband
  • Naflalokk
  • Silfurhálsmen með nafinu mínu á (á leiðinniiii :D)
  • 20.000 kr og gjafakort  í kringlunna
  • VERSACE ilmvatn og bodylotion


Elska hverja einustu gjöf, það skrifuðu margir lika svo sætt og skemmtilegt í kortin að það var svo gaman að opna þetta alltsaman :D   Ég hefði bara viljað hafa pabba þarna hjá okkur, þá væri þetta fullkomih !

Siðan fór ég heim alveg exhausted, ætlaði að fara að sofa  en við Sindri urðum að byrja á 1000 púslunum, gat ekki hætt, var buin að gleyma hvað eg er mikill púslufíkill , ætla að halda áfram um leið og eg er buin að hoppa til móður í kaff, og siðan förumvið i mess :)

spurning um að kíkja út á morgun, það var rosa gaman í fyrra og eg væri til í að fara í eitthvað gott party með góðum hopi í staðinn fyrir að fara niðrí bæ, en ANÍTA OG ELÍN OG MÖGULEGA LILJA eru allar að fokking vinna , bestustu vinkonurnar mínar sem eg er ekki buin að hitta síðan skólinn var buinn  urrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

Anyway , eg óska samt öllum gleðilegra jóla!!!!!! Eg vona að kvöldið ykkar var jafn ánægjulegt og mitt :)

 

C U!!!


16:48

Ég var að muna eftir sögu sem góður vinur minn sagði mér sumar um mjög óheppilegt atvik..

Sagan hljómar þannig að vinur minn ( köllum hann Helga) átti kærustu sem hét Jóna, en á undan henni átti hann kærustu sem hét Tinna. Tinna og jóna voru mjög góðar vinkonur ( greinilega það góðar vinkonur að þeim var sama að hin byrjaði með strák sem hin var buin að vera með áður, en anyway..)  og í sumar þá sátu þau nokkur saman í bíl fyrir utan húsið hans Helga á meðan hann þurfti að hlaupa inn. Á meðan kom móðir Helga út og sá Tinnu sitja í framsætinu, en tók ekki eftir Jónu sem sat í aftursætinu. Moðir  Helga var víst alveg afskaplega (kanski óvenjumikið) ánægð að sja Tinnu og byrjar að tala við Tinnu , án þess að fatta að jóna væri í aftursætinu. þær tala lengi saman og eitthvað og siðan skiljast þær að, en þá segir móðirin við Tinnu ( martröð allra tengdadætra) - " og mundu, þú ert best ogmunt alltaf vera uppáhálds tengdardóttir mín"
ÁTS! Greyjið Jóna, lamaðist afturí  að sögn helga , þa var hún mjög lengi að jafna sig á þessu. sem er kanski skiljanlegt..

Og þá fór ég að pæla, afhverju skiptir þetta svona miklu málifyrir okkur tengdabörnin? Ég heyri svo oft " sjitt ég er að fara að hitta tengdo í kvöld" eða eitthvað álika, afhverju erum við allataf svona stressuð yfir tengdaforeldrunum? afhverju ættum okkur ekki að vera sama?
Ég sjalf er alveg hræðilegt með þetta, er alltaf jafn feimin við tengaforeldrana ( og þá sérstaklega móðiriina) vegna þess að mér er bara hreint alls ekkert sama hvernig hún lítur á mig! afhverju það? ég hef reyndar aldrei lent í slæmum tengdaforeldrum, og ég á eina yndislega núna , en það er samt alltaf lítil bóla inní mér sem ætlar að springa varðandi um þetta haha...
Það er alltaf ákveðið álag á manni í foreldrahúsum makans, maður villl vera  sem fullkomnastur, réttastur, betri en fyrrverandi kærastan, snyrtilegastur, fyndastur,, en um leið og maður ætlar að opna munnin þá kemur bara froða út og manni finnst bara maður allt í einu vara staddur í miðri umferð , bara vegan þess að foreldrarnir eru að horfa á þig? djöfull getur maður verið bjánalegur

og það eru ekki bara tengdaforeldrarnir, það eru lika tengdasystkinin, mér er svo alls ekki sama hvernig þau líta á mig! vegna þess að maður veit, að það er alltaf verið að grannskoða mann (allavegana í fyrstu) "hmmm er þetta nógu góð gella fyrir bróður/soninn minn?" ég man eftir því þegar Tinna , kærasta hálfbróðir mins kom í lífið mitt, var reyndar soldið lítil og ég man að eg ætlaði ap springa, hef ekki hugmynd afhverju, vegna þess að Tinna er yndilseg stelpa efitir að eg kynntist henni, en maður fer ósjálfrátt í vörn og fer að dæma útá það minnsta , sem er bara bjánalegasta í heimi, enda þurfti hún ekkert meira en að leigja spólu handa mér og þá elskaði eg hana :D

Og siðan er maður soldið smeikur sjálfur varðandi um sína eigin foreldra, eg hef heyrt vinkonur minar segja " ég deita bara stráka sem ég myndi vilja sína foreldrunum mínum" okei soldið skiljanlegt, en só vatt ef að þau fíla ekki manneskjuna sem þú ert með ? hafa foreldrarnir einhvern mátt , sem geta látið mann snúast hugur um makann?
Fosturforeldarnr minir eru alltaf að grínast með þvi´að segja " já þú verður síðan að koma með hann til okkar og láta hann fara í gegnum profið okkar" en mér finnst það  bara ekkerrt fyndið, mer finsnt þetta bara í alvöru áhyggjumál og er hreint barasta ekkert  sama !
Ég man eftir fyrsta kærastanum mínum til þriggja ára , hann varð alltaf að jafn mikilli kleinu þegar hann sast við matarborðið hjá okkur, kom ekki orði útur sér, byrjaði bara að svitna og titra greyjið,hann þurfti næstum áfallahjálp eftira þegar við vorum buin að borða, þorði varla að fara útur herberginu mínu og labba framhja fósturforeldrunum.. hahahah 

 

Að hitta foreldrana í fyrsta skipti er eins og að fara á deit með gæjanum í fyrsta skipti, þú ert ekkert að deita strákinn heldur alla famíliuna, maður getur ekki hitt manneskjuna til lengri tíma án þess að komast í tæri við folkið í kringum það....  og kanski á eg bara við vandamál að stríða og þarf hjalp við yfirþyrmandi feimni :$ 


12:09

Mér hefur alltaf verið líkt við pabba minn, hvað við erum bjánalega mikið lík, en ég held að við séum ekki meira lík í sambandi við neitt annað en ferðaþorstann okkar.  Við eigum það sameiginlegt að kafna að innan ef við faum ekki að fara út fyrir landsteinanna, og nú er komið að því hjá mér, er komin með innilokunarkennd, finnst timinn standa í stað, gæti gubbað við dagsrútinuna mína hérna. Þarf að komast eitthvert og anda að mer öðru lofti í smá stund, þarf að endunærast, hlaða batteríin, fá aðra menningu í blóðið. Arrrr ég gæfi allt  fyrir flugmiða burt í smástund. Við Sindri erum buin að vera að skoða nokkrar ferðir, dreymin. Og siðan var ég að búa til umsokn í svona Au pair dæmi, má láta mig dreyma. setti fyrir U.S.A , Spán, Ástraliu, S-Ameríku og Bretland. Það eina sem er virkilega að stoppa mig er þessi stúdentadjöflamarkmið sem ég lofaði sjálfri mér að ná áður en ég færi að ferðast eitthvað fyrir alvöru.

Annars, náði ég öllu ( nema íþróttum , vissi það reyndar, mætti aldrei í íþróttir) ,, náði meir að segja Morfis og jarðfræði, eitthvað sem eg helt að eg myndi steinfalla i hehehe. jæja engin kvörtun þar, 22 einingar komnar í hús þessa önnina og er bara nokkuð sátt. Stefni á 25 næsta vor og betri mætinginu kanski líka hehehehehhe.
Seinasta helgi var góð , vann á Austur og Sautján, fór í afmælisdinner hjá Grétu sætu á föst og síðan stelpu hitting á Laugardeginum. Pöntuðum flöskuborð á laugardeginum en eg fekk mer svona þrjú glös , ætli eg sé eki komin með ógeð af því líka hee, sem er bara gott mál.

Annars geri eg voða litið annað en að sofa og vinna, nenni ekki að hreyfa mig né neitt, ætli það sé ekki innilokunarkenndin og skammdegið. 

Annars meira sem mig langar í jóla! :
- Góðan hárblásara
- Striga og málningardrasl
- Nyja Friis Company tösku
- Chrisitna aguilera - inspire
- nýtt klósett

 


All I want for chrismas...

Nokkrir hlutir sem ég væri til í að fá í pakkanaa:D
 
10071-500w_941363.jpg
Nýja Versace lyktin meoww
 
home-kitchen-blender_08_941364.jpg
Blandara :D
 
nip-tuck-complete-seasons-1-5-dvd-boxset_941365.jpg
Nip Tuck seríurnar 
 
pic_php_941366.jpg
Nýtt kort í Trimform:D
 
images_low_2820-301-20.jpg
Djísús hvað mig langar í þessa , Vagabond:D
 
product1_6763_941368.jpg
Svört silki rúmföt:D
 
sex-and-the-city-dvd-complete-seasons-1_6-boxset_941369.jpg
Sex and the City Seríurnar :D
snowboard-outfit_15731121.jpg
Nytt snjóbretti og snjóbrettadrasl 
toaster.jpg
oooog RISTAVÉL  :)
 
nenni ekki meir, þetta er ves :)
 
 
Well, seinasta prófið á morgun, og síðan vinna vinna vinna vinna vinna,,spennandi líf sem ég á :)
 

5 desember

Tríllí hæ tríllí hó

 

Smakkaði Kalkún í fyrsta skiptið í gær með öli tilheyrandi hjá Lóló, fuuuucking gott, ætla að byrja að læra að elda núna, S hefur náð að kveikja í einhverjum eldsköpunarneista í mér, sem ég helt að væri ekki hægt..... Kíkti á fatasýningu Kizz í gær með A og S og G og T, L og M voru að sýna og voru þær ekkert smá flottarrr! E var að vinna greyjið , brjálað að gera hjá litlunni, náði ekki einusinni að segja hæ við mig , hún er svo sæt þegar hún er að vinna af sér rassgatið og tekur ekki eftir manni hahahh, eftir það fórum við S og M á Prick tónleika á Sódómu, þessir tónleikar fá svona 4 í einkunn, reyndar fyrsta skiptið sem það er ekki troðið fram á dyrum á rokktónleikum síðan eg byrjaði að stunda sódóma á tónleika, það var plús, en tónlistin var ekkert uppá marga fiska. Cliff voru bestir en  komin með hjartanlega leið á Diktu!

 

Núna ligg ég bara eins og skata með dótturinni með tærnar uppí loftið, dreymin um kalkúnin síðan í gær og velti fyrir mér hvar íslenski peningurinn er buinn til ? . Er að fara að vinna frá 4-10 og síðan í hamborgarahrygg:D yubb jólin eru sko hjartanega byrjuð hjá mér.   og síðan á mrg verður hokið yfir íslenskubókunum :(

farin í KFC! :)

ok bæ!

 

 

 

 


4. desember

Loksins hef eg komist í almennilega tölvu til þess að blogga. Systir mín er buin að taka hertök á tölvuna mína svo eg hef ekkert skrifað til ykkar innilegu aðdáendur.

 Afmælið mitt var æðislegt, ég kom heim og þá beið risa mynd á striga af okkur Sindra á rúminu frá því að við fórum uppi bústað og síðan helluð stígvél  líka , það var alveg yndislegt, elska myndina mína í tætlur, siðan fórum við stúlkur út að borða á tapas, fékk meira að segja afmæliskökuísbrulé með blysi á, það var gaman,mikið hlæja, mikið gaman, eftir það fórum við á Austur þar sem að Ásgeir gaf okkur flöskuborð og síðan var dansað frammá nóttu. Aníta og Elín gáfu mér tattú sem ég fékk mér í gær, takk æðislegta yndislegu yndislegu bestu vinkonur! - María reyndar neitar að gefa mér afmælisgjöf af einhverjum ástæðum, dont know why ! ég man þetta bara María,,  Ég fékk Kasiljón afmæliskveðjur þennan sólarhring,, takk æðislega aftur! <3

Prófin byrjuð, er buin að fara í Stæðrfræðipróf og Jarðfræðpróf, gekk rosalega vel í stæ, ekki jafn vel í Jarfræði, þar sem mer fannst það vera mjöög ósanngjarn próf, hversu mikið af spurningum geturu buið til um vatn á íslandi , úr 300 bls bók sem inniheldur ekki einn kafla um vatn á íslandi? djísús

Fékk vinnuna í Sautján *húrra*! núna verður bara stritað öll jólin , vinna til að gleyma, eiga mikinn pening í Janúar sem ég má reyndar ekki eyða. Nú fer að huga að nýjum ævintýrum á komandi ári, Hróaskelda og fleira :) 

Sindri keypti 170 perur í 15 fm holuna, hann er buinn að hengja upp 100 seríur og holan glóir öll! hún er svo björt að eg verð að slökkva á henni á nóttunni, eruma ð hanna jólaland, systir mín keypti gervisnjó sem eg er að íhuga að setja á gluggann minn, en það er víst helvíti að þrífa þetta af ,, þannig að eg veit ekki

 

núna fer að huga að jólagjöfunum, er komin með þær allar á hreint nema reyndar eina, eins og alltaf

 

þangað til næst

 

Jólaprilli


25.november 2009

Heil&Sæl

 

Sunnefu til mikillar gleði, þá hef eg ákveðið að reyna á bloggið enn og aftur. Finnst facebook orðið soldið off, orðið of einhæft. Ég sakna tímabilsins þegar allir voru með blogg, þegar allir hömuðust við að blogga og birta myndir, slúðra og svo framvegis, mér finnst miklu skemmtilegra að lesa blogg heldur en að skoða status uppfærslur! 

Annar allt ágætt að frétta af mér, aðeins þrír dagar eftir að skólanum og síðan taka prófin við. Er núll stressuð fyrir prófunum , langar bara að hespa þessu af, pirrandi samt hvað eg er buin að missa mikið úr skólanum en ég verð bara að standa mig massa vel á prófunum! Fer fyrst í stærðfræðipróf .. verð að ná því, ekki séns að eg taki 122 í annað sinn!

Jólin að skella á, Jólaprilli brýst meira fram með hverjum deginum, er byrjuð að vera jóla og drekka jólaöl eins og mér sé borgað fyrir það og borða mandarínur. Ég veðja að Dísa og Stebbi eruð byrjuð að skreita fyrir austan, í hvert skipti sem eg spyr þau hvort að þau seu ekki byrjuð að skreita þá fæ ég  alltaf sama svarði " neiii æj er ekki að nenna því, við verðum bara með eitthvað lítið þetta árið"  og alltaf hefur það ekki staðist, garðarsvegur 4 er með þeim upplýsustu húsum á seyðis öll ár,,, love it! 

Ég ætla að skreita holuna mína upp og niður í byrjun desember, kaupa fullt af dóti og plata Sindra til þess að hengja allt upp, hlakka massa til. Siðan ætla eg að byrja að baka , og reyna í fyrsta skiptið að gera piparkökuhús, það verður djeedjaðð.
Annars ætla ég að reynaa ð vinna eins mikið og eg get yfir jólin , buddan byrjuð að þynnast. Fékk prufu í nýju Gallerí 17 á morgun Grin hlakka massa til og vona að ég fái vinnuna! *krossaputta* annars er það bara að taka fullt af næturvöktum á Austur og verkefnin frá Ölgerðinni, held að Óperan verði þurr yfir jólin ;P
Annars veit eg ekkert hvað eg á að gefa fólkinu í kringum mig í gjöf, systir mín með sínar sérþarfir eins og alltaf þannig að það verður ekki erfitt, alltaf erfitt að gefa foreldrunjm sínum gjafir og auðvitað erfiðast að gefa kæró, hata þetta vandamál, veit aldrei hvað strákar vilja.
En það sorglegasta er að pabbi kemur ekki heim um jólin , mér finnst það hræðilegt, finnst ekkert leiðnlegra en jól án pabba!! But what can I do skiluru :/ Þannig að það verða bar við mæðgunar og Saga litla :)

 Annars á eg afmæli á laugardaginn! verð 19 ára skratti . Hundeiðinlegur aldur alveg hreint, but what are  you gonna doooo. Langar rosa að bjóða krökkum í eitthvað en eg er svo heppin að þetta er helgin fyrir próf og seinustu dagarnir í mánuðinum þannig að það verður dauð steming ,, spurning um að hafa eitthvað eftir prófin bara, já held það nú  :)

 

Jæja svona helstu updeit komin, ætlaði bara að opna þessa síðu hérna aftur, best að fara að vinna eitthvað í heimanámi !

 

Apríl :)


Um bloggið

April Harpa Smáradóttir

Höfundur

April Harpa Smáradóttir
April Harpa Smáradóttir
Tvítug stelpa, bústett í Kóp og er að læra félagsfræði í FG ;)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...photo_1224
  • ...toaster
  • ...it_15731121
  • ...xset_941369
  • ...6763_941368

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband